Viðburðir framundan

Kóngaklæði, kanína og Hvalsá. Sýning á verkum nemenda í Ísaksskóla.

  • 23.4.2024 - 28.4.2024, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Barnastarf er mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins. Safngripirnir og sagan sem þeir segja eru börnum óþrjótandi uppspretta sköpunar og þau velta ætíð upp óvæntum og nýjum sjónarhornum í verkum sínum. Á Barnamenningarhátíð 2024 verða sýnd listaverk barna sem eru innblásin af safnkostinum. Verið öll velkomin. 

Sýning á verkum nemenda á áttunda ári í Ísaksskóla. 

Nemendur Ísaksskóla heimsækja Þjóðminjasafnið oft og tíðum. Í vetur unnu þeir meðal annars sína eigin refla og klæði innblásin af sýningunni Með verkum handanna.

Verk í vinnslu:

Isaksskoli-vefur

Isaksskol-vefur1
Það er metnaðarmál fyrir Þjóðminjasafnið að gefa nemendum pláss á vettvangi safnsins þar sem innblástur og samhengi er sótt í sýningu safnsins og sögu Íslands. Þannig veitir safnið börnunum opinbert rými til að deila upplifun sinni og þeim hughrifum sem þau hafa orðið fyrir.

Header-Reykjavikurborgar